Formúlu 1 ökunaðurinn Felipe Massa fer í læknisskoðun hjá FIA á morgun til að ákvarða hvort hann fær leyfi til að keppa í lokamótinu í Abu Dhabi eftir þrjár vikur.
Massa hefur æft í ökuhermi Ferrari alla vikuna og keyrði á dögunum kartbíl til að finna inn á eigin styrk. Hann slasaðist alvarlega í Ungverjalandi í sumar, höfuðkúpubrotnaði og hefur verið í endurhæfingu síðan.
Massa segist sjálfur að hann telji litlar líkur á að hann geti keppt í Abu Dhabi, en hann ók brautina í ökuhermi Ferrari. Hann segir að trúlega sé betra fyrir hann að einbeita sér að þvi að mæta 100% í formi í fyrsta mót næsta árs.
Massa tekur endanlega ákvörðun eftir læknisskoðun á morgun og akstur á 2007 bíl Ferrari á mánudaginn.
Giancarlo Fisichella hefur ekið bíl Massa í síðustu mótum og keppir í Brasilíu, þar sem Massa mun veifa ökumönnum í endamark samkvæmt ósk mótshaldaranna.
Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi