Symonds: Piquet átti hugmyndina að árekstrinum 23. september 2009 10:46 Pat Symonds má ekki koma nálægt Formúl 1 næstu fimm árin. mynd: getty images Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore. FIA dæmdi Symonds í fimm ára bann frá Formúlu 1 og Briatore í ótímabundið bann, en sleppti Piquet við refsingu þar sem hann vitnaði í málinu. "Piquet bar þessa hugmynd upp á laugardagskvöldinu fyrir keppni og ég taldi þetta vera eitthvað sem hann vildi gera fyrir liðið. Ég vissi ekki að hann var í samningaviðræðum við Briatore", sagði Symonds í bréfi um málið til FIA. Hann segir það að Fernando Alonso kom inn í fjórtánda hring hefði í sjálfu sér verið eðlilegt vegna vandamála með dekkin hjá Renault. "Ég hefði átt að slá þessa hugmynd af um leið og Piquet bara hana upp. Ég er fullur eftirsjár að hafa ekki gert það og það verður mín ævarandi skömm að hafa tekið þátt í þessu ráðabruggi. Persónulega græddi ég ekkert á þessu og hef kastað frá mér lífsverkefni mínu með Renault", sagði Symonds. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20:00. Sjá meira um málið Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore. FIA dæmdi Symonds í fimm ára bann frá Formúlu 1 og Briatore í ótímabundið bann, en sleppti Piquet við refsingu þar sem hann vitnaði í málinu. "Piquet bar þessa hugmynd upp á laugardagskvöldinu fyrir keppni og ég taldi þetta vera eitthvað sem hann vildi gera fyrir liðið. Ég vissi ekki að hann var í samningaviðræðum við Briatore", sagði Symonds í bréfi um málið til FIA. Hann segir það að Fernando Alonso kom inn í fjórtánda hring hefði í sjálfu sér verið eðlilegt vegna vandamála með dekkin hjá Renault. "Ég hefði átt að slá þessa hugmynd af um leið og Piquet bara hana upp. Ég er fullur eftirsjár að hafa ekki gert það og það verður mín ævarandi skömm að hafa tekið þátt í þessu ráðabruggi. Persónulega græddi ég ekkert á þessu og hef kastað frá mér lífsverkefni mínu með Renault", sagði Symonds. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20:00. Sjá meira um málið
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira