Fáklæddur Svíi stal senunni af Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2009 22:25 Stenson skartaði aðeins nærbuxum frá landa sínum, Björn Borg. Nordic Photos/AFP Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi." Golf Mest lesið Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi."
Golf Mest lesið Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira