Ross Brawn: Titilslagurinn verður heiðarlegur 27. september 2009 09:23 Jenson Button og Rubens Barrichello eru efstir í stigamótinu og aka báðir hjá Brawn liðinu. mynd: kappakstur.is Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum. "Við gerum þetta eins hreint og beint og hægt er. Það verður ekki betur hlúð að öðrum fyrr en annar á ekki tölfræðilega möguleika á titlinum", sagði Brawn, en slagurinn um titilinn í ár stendur á milli Button, Barrichello, Sebastian Vettel og Mark Webber. Þeir síðastnefndu er í mun betri stöðu á ráslínu fyrir Singapúr kappaksturinn sem fer fram í dag. Eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Brawn menn í því tíunda og tólfta. "Button byrjaði tímabilið betur og Barrichello var í vandræðum með bremsurnar þar til við skiptum um bremsubúnað hjá honun. Þá varð hann -öruggari. Þeir eru svipaðir ökumenn og miðla upplýsingum frjálslega sín á milli og það gera tæknimenn þeirra líka. Þeir munu keppa á jafnréttisgrundvelli til loka mótsins", sagði Brawn en fjögur mót eru eftir. Bein útsending er frá kappakstrinum í Singapúr kl. 11:30 á Stöð 2 Sport, en klukkan 14.15 verður þátturinn Endamarkið og hann er endursýndur kl. 22.00 í kvöld. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum. "Við gerum þetta eins hreint og beint og hægt er. Það verður ekki betur hlúð að öðrum fyrr en annar á ekki tölfræðilega möguleika á titlinum", sagði Brawn, en slagurinn um titilinn í ár stendur á milli Button, Barrichello, Sebastian Vettel og Mark Webber. Þeir síðastnefndu er í mun betri stöðu á ráslínu fyrir Singapúr kappaksturinn sem fer fram í dag. Eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Brawn menn í því tíunda og tólfta. "Button byrjaði tímabilið betur og Barrichello var í vandræðum með bremsurnar þar til við skiptum um bremsubúnað hjá honun. Þá varð hann -öruggari. Þeir eru svipaðir ökumenn og miðla upplýsingum frjálslega sín á milli og það gera tæknimenn þeirra líka. Þeir munu keppa á jafnréttisgrundvelli til loka mótsins", sagði Brawn en fjögur mót eru eftir. Bein útsending er frá kappakstrinum í Singapúr kl. 11:30 á Stöð 2 Sport, en klukkan 14.15 verður þátturinn Endamarkið og hann er endursýndur kl. 22.00 í kvöld. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu
Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira