Kovalainen stal senunni í Búdapest 24. júlí 2009 09:38 Bretinn Lewis Hamilton segir að McLaren bíllinn henti vel á brautina í Búdapest, en hann hefur ekki enn unnið sigur. mynd: AFP Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun
Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira