Reynt að sanna að Renault hafi svindlað 10. september 2009 11:19 Nelson Piquet segir að Renault hafi beðið sig að keyra á vegg í Singapúr í fyrra svo Alonso ynni mótið. FIA, alþjóðbílasambandið hefur kallað til fjölmörg vitni til að reyna sanna að Renault hafi látið Nelson Piquet keyra viljandi á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Fernando Alonso er meðal þeirra sem hefur mætt í vitnaleiðsur. Alonso var yfirheyrður í kringum belgíska kappakstrinum, en segist ekkert kannast við að Renault hafi breitt brögðum til að hann ynni mótið. Umræðan snýst um hvort Piquet hafi klesst viljandi á vegg í tólfta hring samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, til að Alonso næði forystu fyrir aftan öryggisbíl sem var kallaður inn á brautina. Atvikið varð til þess að Alonso náði forystu og hélt henni til enda, þar sem þjónustuplan hans smellpassaði við áreksturinn og bensínmagn um borð í bílnum. Yfirmenn Renault verða kallaðir fyrir hjá FIA síðar í mánuðinum, en kappaksturinn í Singapúr fer fram eftir tvær vikur. Þeir hafa sagt í viðtölum að Piquet hafi rætt þessa hugmynd fyrir keppnina, en ekki hefði verið tekið undir hana. Piquet var rekinn frá Renault fyrir nokkrum vikum og nokkru síðar kom umræðan um óhappið upp. Renault keppir á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
FIA, alþjóðbílasambandið hefur kallað til fjölmörg vitni til að reyna sanna að Renault hafi látið Nelson Piquet keyra viljandi á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Fernando Alonso er meðal þeirra sem hefur mætt í vitnaleiðsur. Alonso var yfirheyrður í kringum belgíska kappakstrinum, en segist ekkert kannast við að Renault hafi breitt brögðum til að hann ynni mótið. Umræðan snýst um hvort Piquet hafi klesst viljandi á vegg í tólfta hring samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, til að Alonso næði forystu fyrir aftan öryggisbíl sem var kallaður inn á brautina. Atvikið varð til þess að Alonso náði forystu og hélt henni til enda, þar sem þjónustuplan hans smellpassaði við áreksturinn og bensínmagn um borð í bílnum. Yfirmenn Renault verða kallaðir fyrir hjá FIA síðar í mánuðinum, en kappaksturinn í Singapúr fer fram eftir tvær vikur. Þeir hafa sagt í viðtölum að Piquet hafi rætt þessa hugmynd fyrir keppnina, en ekki hefði verið tekið undir hana. Piquet var rekinn frá Renault fyrir nokkrum vikum og nokkru síðar kom umræðan um óhappið upp. Renault keppir á Monza brautinni á Ítalíu um helgina.
Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira