Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 20:17 Naysmith fagnar marki sínu á Laugardalsvellinum árið 2002. Mynd/Getty Images Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira
Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira