Fisichella mun standast álagið hjá Ferrari 10. september 2009 15:43 Fisichella brosmildur um borð í Ferrari í fyrsta skipti. mynd: kappakstur.is Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti. Fisichella var kippt frá liði Force India hefur að hafa náð öðru sæti á Spa brautinni fyrir 10 dögum. "Fisihella þarf að nota pressuna sem hann finnur fyrir á jákvæðan hátt. Þá gengur honum allt í haginn og mun upplifa jákvæða tilfinningu", sagði Barrichello, sem hætti á endanum hjá Ferrari. Hann var ósáttur við sérmeðferð sem Schumacher fékk hjá liðinu. "Fyrst þegar ég keyrði með Ferrari leið mér eins og í draumi, en svo verður maður bara að keyra af kappi. Skila árangri. Fisichella er sigurvegari í hjarta sínu og hann hefur verið á sigurbíl áður", sagði Barrichello. Fisichella er nokkuð brattur fyrir fyrsta mót sitt með Ferrari. "Það var draumur að vinna í fyrsta mótinu með Ferrari, en það er enginn leikur að hoppa úr Force India bíl yfir í Ferrari og ná tökum á bílnum. Ég verð fljótur, en verð að taka eitt skref í einu", sagði Fisichella. Rætt er við Fisichella í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Í þættinum spyrna Pétur J'ohann Sigfússon og Ilmur Kristjánsdóttir um brautina í ökuhermi. Sjá allt um Fiischella Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti. Fisichella var kippt frá liði Force India hefur að hafa náð öðru sæti á Spa brautinni fyrir 10 dögum. "Fisihella þarf að nota pressuna sem hann finnur fyrir á jákvæðan hátt. Þá gengur honum allt í haginn og mun upplifa jákvæða tilfinningu", sagði Barrichello, sem hætti á endanum hjá Ferrari. Hann var ósáttur við sérmeðferð sem Schumacher fékk hjá liðinu. "Fyrst þegar ég keyrði með Ferrari leið mér eins og í draumi, en svo verður maður bara að keyra af kappi. Skila árangri. Fisichella er sigurvegari í hjarta sínu og hann hefur verið á sigurbíl áður", sagði Barrichello. Fisichella er nokkuð brattur fyrir fyrsta mót sitt með Ferrari. "Það var draumur að vinna í fyrsta mótinu með Ferrari, en það er enginn leikur að hoppa úr Force India bíl yfir í Ferrari og ná tökum á bílnum. Ég verð fljótur, en verð að taka eitt skref í einu", sagði Fisichella. Rætt er við Fisichella í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Í þættinum spyrna Pétur J'ohann Sigfússon og Ilmur Kristjánsdóttir um brautina í ökuhermi. Sjá allt um Fiischella
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira