Heimsmeistarinn Jenson Button hefur ekki enn skrifað undir samning við Brawn liðið fyrir næsta ár, en ljóst er að McLaren hefur líka áhuga á störfum kappans.
Button hefur þó ekki gengið frá neinu og fyrsti kostur hans er Brawn liðið, ef samningar nást en hann tók á sig verulega kauplækkun s.l. vetur svo hægt væri að halda Brawn liðinu á floti.
"Ég er í viðræðum og það er það eina sem ég get staðfest núna. Þetta tekur bara sinn tíma", sagði Button um málið.
Honum þykir miður að Toyota hefur afráðið að hætta í Formúlu 1, rétt eins og Honda og BMW.
"Það er leitt. Ég taldi að Toyota yrði áfram í Formúlu 1 og þetta er slæmt fyrir báða aðila. Það eru ný lið að koma, en þau verða ekki samkeppnisfær í fyrstu", sagði Button.
Fjögur ný lið verða væntanlega á ráslínunni á næsta ári, tvö bresk lið, eitt spænskt og eitt amerískt.