Ferrari hættir ef FIA gefur sig ekki 12. maí 2009 15:36 Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari hefur í nógu að snúast þessa dagana. Stjórn Ferrari vill hætta í Formúlu 1 ef reglur FIA breytast ekki fyrir næst ár. Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til. FIA vill reglur sem verða til þess að ný lið geta komið inn í Formúlu 1 og kostað til 40 miljónunum pund, en stórliðin í dag eru að verja allt að 300 miljónum punda á ári. "Ef þessum tillögum verður ekki breytt, þá mun Ferrari ekki taka þátt í Formúlu 1 á næsta ári", segir m.a. í yfirlýsingu frá Ferrari í dag. "Ferrari hefur tekið þátt í Formúlu 1 í 60 ár, en ef FIA neitar að endurskoða afstöðu sína mun Ferrari leita leiða til að taka þátt í öðrum mótaröðum árið 2010. Ferrari lýsir líka yfir vonbrigðum með einstrengingslega ákvarðanatöku FIA, sem hefur ekki leitað samstarfs við Formúlu 1 lið í þessu máli:" Önnur lið eru líka á skjön við FIA. Red Bull, Torro Rosso, Renault, BMW og McLaren eru ekki sátt við framgang mála og ljóst að málsaðilar þurfa að funda. Sagt er að Max Mosley forseti FIA og Luca Montezemolo framkvæmdarstjóri Ferrari muni hittast í vikunni. Keppnislið í Formúlu 1 þurfa að sækja um þátttöku árið 2010 í síðasta lagi 29. maí n.k.Sjá yfirlýsingu Ferrari Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til. FIA vill reglur sem verða til þess að ný lið geta komið inn í Formúlu 1 og kostað til 40 miljónunum pund, en stórliðin í dag eru að verja allt að 300 miljónum punda á ári. "Ef þessum tillögum verður ekki breytt, þá mun Ferrari ekki taka þátt í Formúlu 1 á næsta ári", segir m.a. í yfirlýsingu frá Ferrari í dag. "Ferrari hefur tekið þátt í Formúlu 1 í 60 ár, en ef FIA neitar að endurskoða afstöðu sína mun Ferrari leita leiða til að taka þátt í öðrum mótaröðum árið 2010. Ferrari lýsir líka yfir vonbrigðum með einstrengingslega ákvarðanatöku FIA, sem hefur ekki leitað samstarfs við Formúlu 1 lið í þessu máli:" Önnur lið eru líka á skjön við FIA. Red Bull, Torro Rosso, Renault, BMW og McLaren eru ekki sátt við framgang mála og ljóst að málsaðilar þurfa að funda. Sagt er að Max Mosley forseti FIA og Luca Montezemolo framkvæmdarstjóri Ferrari muni hittast í vikunni. Keppnislið í Formúlu 1 þurfa að sækja um þátttöku árið 2010 í síðasta lagi 29. maí n.k.Sjá yfirlýsingu Ferrari
Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira