Tiger: Ekkert hæft í orðrómum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2009 22:30 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki eftir að hann lenti í árekstri á föstudaginn síðastliðinn. Fjölmiðlar víða um heim hafa margir hverjir haldið því fram að ástæðan fyrir því að Tiger fór að heiman svo seint aðfaranótt föstudagsins hafi verið sú að honum hafi sinnast við eiginkonu sína. Sú er sænsk og heitir Elin. „Ég bar ábyrgð á árekstrinum," sagði Tiger í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni. Tiger ók á brunahana og tré skammt frá heimili sínu. „Þeir fjölmörgu orðrómar um mig og mína fjölskyldu eru ósannir og meiðandi," sagði Tiger enn fremur. Eins og fram hefur komið var það Elin sem kom fyrst á vettvang og bjargaði Tiger úr bílnum með því að brjóta eina bílrúðuna með golfkylfu. „Eiginkona mín, Elin, var mjög hugrökk þegar hún sá að ég var slasaður og í vandræðum. Hún var sú fyrsta til að koma mér til aðstoðar. Allar aðrar staðhæfingar eru rangar." Að síðustu bað Tiger um að fá frið til að takast á við mál þetta. Yfirlýsingu hans má sjá hér. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki eftir að hann lenti í árekstri á föstudaginn síðastliðinn. Fjölmiðlar víða um heim hafa margir hverjir haldið því fram að ástæðan fyrir því að Tiger fór að heiman svo seint aðfaranótt föstudagsins hafi verið sú að honum hafi sinnast við eiginkonu sína. Sú er sænsk og heitir Elin. „Ég bar ábyrgð á árekstrinum," sagði Tiger í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni. Tiger ók á brunahana og tré skammt frá heimili sínu. „Þeir fjölmörgu orðrómar um mig og mína fjölskyldu eru ósannir og meiðandi," sagði Tiger enn fremur. Eins og fram hefur komið var það Elin sem kom fyrst á vettvang og bjargaði Tiger úr bílnum með því að brjóta eina bílrúðuna með golfkylfu. „Eiginkona mín, Elin, var mjög hugrökk þegar hún sá að ég var slasaður og í vandræðum. Hún var sú fyrsta til að koma mér til aðstoðar. Allar aðrar staðhæfingar eru rangar." Að síðustu bað Tiger um að fá frið til að takast á við mál þetta. Yfirlýsingu hans má sjá hér.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira