Tími bullsins 8. apríl 2009 00:01 Þá er runninn upp sá tími á ný að almenn skynsemi og góð rök hafa horfið á braut og einstrengingslegir sérhagsmunir ríða húsum. Jú gott fólk, það eru að koma kosningar einn ganginn enn. Þetta er í raun merkilegur tími. Hið ágætasta fólk umturnast og hættir að hugsa hlutina nema út frá allra þrengstu hagsmunum atkvæðaveiðarans. Það sem í kaffispjalli með félaga væri álitið í besta lagi brosleg tilraun til að einfalda hlutina, verður á þessum tíma heilagur sannleikur í munni leiðtoga vorra. Matvælaöryggi virðist vera tískuorð þessarar kosningabaráttu. Það þarf nefnilega að tryggja að Íslendingar geti borðað, fari allt til andskotans úti í heimi. Þess vegna má ekki hrófla við landbúnaðarkerfinu. Fleira er matur en feitt kjöt var sagt á mínu heimili, en stjórnmálamenn virðast ekki hafa heyrt það. Í það minnsta hefur enginn áhyggjur af matarkistu Íslendinga, hafinu í kringum okkur, þegar kemur að umræðu um matvælaöryggi. Lambakjötsöryggi væri nær lagi. sjónvarpsfrí er stundum gefið þegar mikið liggur við. Þegar landslið okkar spila mikilvæga leiki lamast vinnustaðir og skólar og þjóðin fær að fylgjast með hetjunum sínum. Því fannst þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki nema eðlilegt að gefið yrði sjónvarpsfrí frá þingstörfum og horft á aðra þingmenn – og þingmannsefni – takast á í umræðum. Það er sosum ekki eins og mikið liggi fyrir þinginu… Og talandi um þingið. Sjálfstæðismenn iðka þar nú hina fornu list minnihlutans; málþófið. Reyndar má deila um listfengið sem fólgið er í söng sumra þeirra; en málþófið er í það minnsta stundað af kappi. Reyndar virðast sjálfstæðismenn ekki kunna íslensku þar sem þeir telja sig alls ekki hafa frammi málþóf. Og þeir sem héldu og vonuðu að hrun íslensks efnahagskerfis yrði til þess að smávægilegur krytur yrði lagður til hliðar og saman yrði unnið að endurreisn; þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum. Svona er ástandið í dag. Deilt er um hvort söngur sé málþóf, stjórnmálamenn klæða stuðning sinn við landbúnað í orðskrúð kjarnorkuvetrar og vilja frí frá þingstörfum til að horfa á sjónvarpið. Svo eru menn hissa á að Ísland sé á hausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun
Þá er runninn upp sá tími á ný að almenn skynsemi og góð rök hafa horfið á braut og einstrengingslegir sérhagsmunir ríða húsum. Jú gott fólk, það eru að koma kosningar einn ganginn enn. Þetta er í raun merkilegur tími. Hið ágætasta fólk umturnast og hættir að hugsa hlutina nema út frá allra þrengstu hagsmunum atkvæðaveiðarans. Það sem í kaffispjalli með félaga væri álitið í besta lagi brosleg tilraun til að einfalda hlutina, verður á þessum tíma heilagur sannleikur í munni leiðtoga vorra. Matvælaöryggi virðist vera tískuorð þessarar kosningabaráttu. Það þarf nefnilega að tryggja að Íslendingar geti borðað, fari allt til andskotans úti í heimi. Þess vegna má ekki hrófla við landbúnaðarkerfinu. Fleira er matur en feitt kjöt var sagt á mínu heimili, en stjórnmálamenn virðast ekki hafa heyrt það. Í það minnsta hefur enginn áhyggjur af matarkistu Íslendinga, hafinu í kringum okkur, þegar kemur að umræðu um matvælaöryggi. Lambakjötsöryggi væri nær lagi. sjónvarpsfrí er stundum gefið þegar mikið liggur við. Þegar landslið okkar spila mikilvæga leiki lamast vinnustaðir og skólar og þjóðin fær að fylgjast með hetjunum sínum. Því fannst þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki nema eðlilegt að gefið yrði sjónvarpsfrí frá þingstörfum og horft á aðra þingmenn – og þingmannsefni – takast á í umræðum. Það er sosum ekki eins og mikið liggi fyrir þinginu… Og talandi um þingið. Sjálfstæðismenn iðka þar nú hina fornu list minnihlutans; málþófið. Reyndar má deila um listfengið sem fólgið er í söng sumra þeirra; en málþófið er í það minnsta stundað af kappi. Reyndar virðast sjálfstæðismenn ekki kunna íslensku þar sem þeir telja sig alls ekki hafa frammi málþóf. Og þeir sem héldu og vonuðu að hrun íslensks efnahagskerfis yrði til þess að smávægilegur krytur yrði lagður til hliðar og saman yrði unnið að endurreisn; þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum. Svona er ástandið í dag. Deilt er um hvort söngur sé málþóf, stjórnmálamenn klæða stuðning sinn við landbúnað í orðskrúð kjarnorkuvetrar og vilja frí frá þingstörfum til að horfa á sjónvarpið. Svo eru menn hissa á að Ísland sé á hausnum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun