Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. október 2025 13:32 Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun