Birgir Leifur Hafþórsson er í 40.-49. sæti á móti í Portúgal en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Þetta er fyrsta mót Birgis Leifs á mótaröðinni síðan í byrjun janúar. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og stendur ágætlega að vígi fyrir niðurskurðinn á morgun.
Hann fékk þrjá fugla og fimm skolla í dag og lék samtals á 73 höggum.
