Á hverjum bitnar niðurskurðurinn? 30. apríl 2009 07:00 Að loknum kosningum kemur oft tímabil pólitískrar eyðu, svokallaðir hveitibrauðsdagar, þar sem stjórnvöld hafa meira rými til að koma stefnumálum í framkvæmd en ella án þess að verða fyrir mikilli gagnrýni. Ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram er ljóst að slíkir frídagar verða ekki í boði, bæði vegna þess að þetta er framhald núverandi stjórnar og vegna þess að á óvissutímum sem þessum er ekki hægt að bjóða upp á leyfi frá pólitíkinni og lausnum. Flokkarnir ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa, sem er vel ef þeir ætla að komast að góðri niðurstöðu um stjórnarsáttmálann. Hins vegar getur þjóðin ekki beðið í margar vikur með hálfstarfandi ríkisstjórn undir þessum kringumstæðum. Helsta verkefni hins opinbera nú er að bregðast við efnahagskreppunni; finna leiðir til að kreppan verði sem styst, eða að minnsta kosti draga hana ekki á langinn. Hið opinbera nær bæði til ríkisins og sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa lagt línurnar hvar þau vilja skera niður og vonandi mun ríkið ekki fylgja í þeirra fótspor. Það sem sveitarfélögin hafa lagt til er niðurskurður hjá kvennastéttum sem kemur niður á börnum. Annars vegar stefnir Akureyrarbær til dæmis að því að leikskólum verði lokað klukkan fjögur á daginn í stað fimm og þeir spara þannig sem svarar til fimm klukkutíma á viku. Starfsfólk leikskóla er að megninu til konur, en þær munu væntanlega þurfa að þola launaskerðingu sem samsvarar þessum klukkutíma á dag. Önnur leið sem sveitarfélögin eru að skoða varðar styttingu skólaársins í grunnskólum, til að lækka laun kennara tímabundið. Um áttatíu prósent starfsfólks grunnskóla, við kennslu, eru konur. Stóri niðurskurðurinn og sparnaðurinn hjá sveitarfélögunum virðist því stefna að því að lækka laun stórra kvennastétta. Að auki er það svo að ábyrgð á börnum leggst frekar á herðar mæðra en feðra. Líklegra er því að það verði mæðurnar sem þurfi að fara fyrr heim úr vinnu til að gæta barna sem ekki geta verið lengur á leikskólanum. Það verður einnig algengara að mæður, frekar en feður, muni huga að börnum sínum í lengri sumar- og vetrarfríum. Líklegt verður að teljast að í launakönnunum næsta árs muni þess sjást merki með auknum launamun kynjanna. Niðurskurðurinn mun einnig bitna á börnum. Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkurborgar hefði fjölgað á fyrstu þremur mánuðum ársins. Alþjóðleg reynsla segir okkur að slíkt sé ekki einsdæmi, heldur algengur fylgikvilli á þrengingatímum. Fyrir þau börn sem þurfa á aðstoð Barnaverndar að halda er það öryggisnet að hægt sé að fylgjast með þeirra andlegu og líkamlegu heilsu í leikskólum og grunnskólum. Minni viðvera í skólum getur þýtt að kennarar og annað opinbert starfsfólk taki síður eftir því að eitthvað ami að. Nauðsynlegt er að skera niður, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Nú þegar kosningum er lokið geta stjórnmálamenn vonandi farið heiðarlega af stað í því að ræða hvar eigi að skera niður og á hverjum niðurskurðurinn á að bitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Að loknum kosningum kemur oft tímabil pólitískrar eyðu, svokallaðir hveitibrauðsdagar, þar sem stjórnvöld hafa meira rými til að koma stefnumálum í framkvæmd en ella án þess að verða fyrir mikilli gagnrýni. Ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram er ljóst að slíkir frídagar verða ekki í boði, bæði vegna þess að þetta er framhald núverandi stjórnar og vegna þess að á óvissutímum sem þessum er ekki hægt að bjóða upp á leyfi frá pólitíkinni og lausnum. Flokkarnir ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa, sem er vel ef þeir ætla að komast að góðri niðurstöðu um stjórnarsáttmálann. Hins vegar getur þjóðin ekki beðið í margar vikur með hálfstarfandi ríkisstjórn undir þessum kringumstæðum. Helsta verkefni hins opinbera nú er að bregðast við efnahagskreppunni; finna leiðir til að kreppan verði sem styst, eða að minnsta kosti draga hana ekki á langinn. Hið opinbera nær bæði til ríkisins og sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa lagt línurnar hvar þau vilja skera niður og vonandi mun ríkið ekki fylgja í þeirra fótspor. Það sem sveitarfélögin hafa lagt til er niðurskurður hjá kvennastéttum sem kemur niður á börnum. Annars vegar stefnir Akureyrarbær til dæmis að því að leikskólum verði lokað klukkan fjögur á daginn í stað fimm og þeir spara þannig sem svarar til fimm klukkutíma á viku. Starfsfólk leikskóla er að megninu til konur, en þær munu væntanlega þurfa að þola launaskerðingu sem samsvarar þessum klukkutíma á dag. Önnur leið sem sveitarfélögin eru að skoða varðar styttingu skólaársins í grunnskólum, til að lækka laun kennara tímabundið. Um áttatíu prósent starfsfólks grunnskóla, við kennslu, eru konur. Stóri niðurskurðurinn og sparnaðurinn hjá sveitarfélögunum virðist því stefna að því að lækka laun stórra kvennastétta. Að auki er það svo að ábyrgð á börnum leggst frekar á herðar mæðra en feðra. Líklegra er því að það verði mæðurnar sem þurfi að fara fyrr heim úr vinnu til að gæta barna sem ekki geta verið lengur á leikskólanum. Það verður einnig algengara að mæður, frekar en feður, muni huga að börnum sínum í lengri sumar- og vetrarfríum. Líklegt verður að teljast að í launakönnunum næsta árs muni þess sjást merki með auknum launamun kynjanna. Niðurskurðurinn mun einnig bitna á börnum. Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkurborgar hefði fjölgað á fyrstu þremur mánuðum ársins. Alþjóðleg reynsla segir okkur að slíkt sé ekki einsdæmi, heldur algengur fylgikvilli á þrengingatímum. Fyrir þau börn sem þurfa á aðstoð Barnaverndar að halda er það öryggisnet að hægt sé að fylgjast með þeirra andlegu og líkamlegu heilsu í leikskólum og grunnskólum. Minni viðvera í skólum getur þýtt að kennarar og annað opinbert starfsfólk taki síður eftir því að eitthvað ami að. Nauðsynlegt er að skera niður, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Nú þegar kosningum er lokið geta stjórnmálamenn vonandi farið heiðarlega af stað í því að ræða hvar eigi að skera niður og á hverjum niðurskurðurinn á að bitna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun