Aldrei aftur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. september 2009 06:00 Nokkuð er um liðið síðan Breiðavíkurskýrslan svonefnda kom út en í henni var að mestu staðfest það sem áður hafði komið fram um, oft á tíðum, illa meðferð drengja sem þar dvöldu. Í framhaldi af Breiðavíkurskýrslunni var tekin sú rökrétta ákvörðun að halda áfram að kanna starfsemi heimavistarskóla og vistheimila sem störfuðu hér á landi á sama árabili og vistheimilið í Breiðavík, þ.e. á seinni hluta aldarinnar sem leið. Fyrsta skýrslan eftir Breiðavíkurskýrsluna var birt í gær og tekur til starfsemi Heyrnleysingjaskólans og vistheimilanna í Kumbaravogi og á Bjargi á Seltjarnarnesi. Meginniðurstaða þeirrar skýrslu er að opinbert eftirlit með starfseminni hafi brugðist. Vistun barnanna var í fullu samræmi við lög og reglugerðir þess tíma og í anda þess sem venja stóð til um í þeim nágrannalöndum þar sem íslensk barnaverndaryfirvöld sóttu helst reynslu og fyrirmyndir. En á sama tíma og lög og reglugerðir heimiluðu að börn væru, annaðhvort vegna ástands síns, svo sem heyrnarleysis, eða heimilisaðstæðna vistuð fjarri fjölskyldu sinni á vistheimili eða í heimavistarskóla, brugðust bæði barnaverndaryfirvöld og yfirvöld menntamála þeirri skyldu sinni að hafa öflugt eftirlit með starfsemi heimilanna. Gríðarleg vinna liggur að baki skýrslunum tveimur. Mikilvægt er að nýta þá vinnu vel, bæði í þágu þeirra sem um sárt eiga að binda eftir vistun á vegum opinberra aðila og barna samtímans og framtíðarinnar því það má aldrei nokkru sinni endurtaka sig að börn á Íslandi þurfi að þola meðferð eins og börn sættu á vistheimilum fram eftir allri nýliðinni öld. Bæði forsætisráðherra og félagsmálaráðherra hafa fyrir hönd íslenska ríkisins beðist afsökunar á því sem gerðist. Það er aðeins fyrsta skrefið. Ríkisstjórnin hefur einnig boðað að auk þess að eftirlit með vistheimilum af hálfu hins opinbera verði bætt, verði sett almenn lög um bætur vegna misgjörða á vistheimilum og skipuð bótanefnd sem tengiliður vistmanna starfar með. Einnig er boðað skattfrelsi bóta og erfðaréttur vegna einstaklinga sem fallið hafa frá. Þetta eru stór loforð en ljóst að ekki dugir minna til að koma til móts við skaða þeirra einstaklinga sem þarna um ræðir. „Við skuldum því fólki sem á um sárt að binda vegna mistaka í fortíðinni að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að slíkir atburðir hendi aldrei aftur," segir í yfirlýsingu Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. Undir það er hér tekið. Sem betur fer er margt í aðbúnaði barna á Íslandi nú í betri farvegi en reyndin var fyrir fáeinum áratugum. Almennt er nú borin meiri virðing fyrir börnum og mannréttindi þeirra betur virt en áður. Vissulega búa þó mörg börn við aðstæður sem að sönnu eru ekki börnum bjóðandi. Skýrslurnar um starfsemi vistheimila og heimavistarskóla eru þó vonandi trygging fyrir því að atburðir eins og þeir sem áttu sér stað, ekki bara í Breiðavík heldur víðar á vistheimilum, muni aldrei endurtaka sig. Bilið milli lagasetningar og framkvæmdar á meðferðarheimilum og skólum verður að brúa þannig að réttindi barna verði tryggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Nokkuð er um liðið síðan Breiðavíkurskýrslan svonefnda kom út en í henni var að mestu staðfest það sem áður hafði komið fram um, oft á tíðum, illa meðferð drengja sem þar dvöldu. Í framhaldi af Breiðavíkurskýrslunni var tekin sú rökrétta ákvörðun að halda áfram að kanna starfsemi heimavistarskóla og vistheimila sem störfuðu hér á landi á sama árabili og vistheimilið í Breiðavík, þ.e. á seinni hluta aldarinnar sem leið. Fyrsta skýrslan eftir Breiðavíkurskýrsluna var birt í gær og tekur til starfsemi Heyrnleysingjaskólans og vistheimilanna í Kumbaravogi og á Bjargi á Seltjarnarnesi. Meginniðurstaða þeirrar skýrslu er að opinbert eftirlit með starfseminni hafi brugðist. Vistun barnanna var í fullu samræmi við lög og reglugerðir þess tíma og í anda þess sem venja stóð til um í þeim nágrannalöndum þar sem íslensk barnaverndaryfirvöld sóttu helst reynslu og fyrirmyndir. En á sama tíma og lög og reglugerðir heimiluðu að börn væru, annaðhvort vegna ástands síns, svo sem heyrnarleysis, eða heimilisaðstæðna vistuð fjarri fjölskyldu sinni á vistheimili eða í heimavistarskóla, brugðust bæði barnaverndaryfirvöld og yfirvöld menntamála þeirri skyldu sinni að hafa öflugt eftirlit með starfsemi heimilanna. Gríðarleg vinna liggur að baki skýrslunum tveimur. Mikilvægt er að nýta þá vinnu vel, bæði í þágu þeirra sem um sárt eiga að binda eftir vistun á vegum opinberra aðila og barna samtímans og framtíðarinnar því það má aldrei nokkru sinni endurtaka sig að börn á Íslandi þurfi að þola meðferð eins og börn sættu á vistheimilum fram eftir allri nýliðinni öld. Bæði forsætisráðherra og félagsmálaráðherra hafa fyrir hönd íslenska ríkisins beðist afsökunar á því sem gerðist. Það er aðeins fyrsta skrefið. Ríkisstjórnin hefur einnig boðað að auk þess að eftirlit með vistheimilum af hálfu hins opinbera verði bætt, verði sett almenn lög um bætur vegna misgjörða á vistheimilum og skipuð bótanefnd sem tengiliður vistmanna starfar með. Einnig er boðað skattfrelsi bóta og erfðaréttur vegna einstaklinga sem fallið hafa frá. Þetta eru stór loforð en ljóst að ekki dugir minna til að koma til móts við skaða þeirra einstaklinga sem þarna um ræðir. „Við skuldum því fólki sem á um sárt að binda vegna mistaka í fortíðinni að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að slíkir atburðir hendi aldrei aftur," segir í yfirlýsingu Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. Undir það er hér tekið. Sem betur fer er margt í aðbúnaði barna á Íslandi nú í betri farvegi en reyndin var fyrir fáeinum áratugum. Almennt er nú borin meiri virðing fyrir börnum og mannréttindi þeirra betur virt en áður. Vissulega búa þó mörg börn við aðstæður sem að sönnu eru ekki börnum bjóðandi. Skýrslurnar um starfsemi vistheimila og heimavistarskóla eru þó vonandi trygging fyrir því að atburðir eins og þeir sem áttu sér stað, ekki bara í Breiðavík heldur víðar á vistheimilum, muni aldrei endurtaka sig. Bilið milli lagasetningar og framkvæmdar á meðferðarheimilum og skólum verður að brúa þannig að réttindi barna verði tryggð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun