Nene leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni Arnar Björnsson skrifar 18. september 2009 11:00 Nene í leik með Monakó. Nordic photos/AFP Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum. Erlendar Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum.
Erlendar Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti