Arsenal áfram eftir vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2009 22:09 Leikmenn Arsenal fagna hér Almunia. Nordic Photos/Getty Images Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira