Viðskipti erlent

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum þingfest í dag

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum verður þingfest í dag fyrir dómstóli (High Court) í London. Lögmenn Kaupþings munu leggja fram ákæruskjal þar sem breska stjórnin er ásökuð um að hafa ekki farið að lögum þegar hún neyddi Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi í þrot þann 8. október s.l..

Samkvæmt frétt um málið á Timesonline mun málsóknin snúast um hvort aðgerðir breskra stjórnvalda hafi verið leyfilegar samkvæmt neyðarlögum um bankastarfsemi (Banking, Special Provisions, Act) sem sett voru í fyrra í kjölfar gjaldþrots Northen Rock bankans.

Times segir að fari svo að dómarinn í málinu komist að því að breska stjórnin hafi ekki farið að lögum í ákvörðun sinni muni opnast möguleiki fyrir Kaupþing að fá hundruðir milljóna punda í skaðabætur frá bresku stjórninni. Slíkt þyrfti að sækja sérstaklega í skaðabótamáli gegn bresku stjórninni.

Fram kemur í fréttinni að málsókn Kaupþings nýtur stuðnings íslensku stjórnarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×