Viðskipti erlent

Dótturfélag Milestone rær lífróður í Bretlandi

Karl Wernersson
Karl Wernersson

Íslenska fjárfestingafélagið Kcaj, sem er dótturfélag Milestone, gæti farið í greiðslustöðvun í vikunni ef forsvarsmönnum þess tekst ekki selja hluta af eignum eða fá nýtt hlutafé inn í félagið.

Kcaj, sem hefur stundum verið nefnt „Litli-Baugur", á hlut í nokkrum hátískuverslunarkeðjum eins og Cruise, Duchamp, Aspinal of London, Jones Bootmaker og Mountain Warehouse.

Kcaj, sem var stofnað af Joni Scheving Thorsteinssyni, fyrrverandi stjóranda hjá Baugi, árið 2004, og systurfélag þess Arev hafa ekki farið varhluta af þrengingum á smásölumarkaðnum í Bretlandi. Ekki hjálpar til að móðurfélagið Milestone, sem er að mestu í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, á í gríðarlegum vandræðum eftir bankahrunið.

The Sunday Times greinir frá því í dag að stjórnendur Jones Bootmaker og Mountain Warehouse hafi lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Kcaj í þeim fyrirtækjum en ekki hefur borist fomlegt tilboð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×