Umfjöllun: Afturelding hafði betur í nýliðaslagnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2010 20:58 Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira