Umfjöllun: Afturelding hafði betur í nýliðaslagnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2010 20:58 Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira