Sigmundur Ernir: Stjórnsýslan með klíkukenndum blæ Erla Hlynsdóttir skrifar 13. september 2010 10:09 Sigmundur Ernir segir briddsfélagaandann svífa yfir vötnum í stjórnsýslunni Mynd: GVA „Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
„Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira