NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2010 11:00 Tim Duncan Mynd/AP San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89 NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira