Handbolti

Björgvin og Alexander mætast í Evrópukeppninni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin og Alexander mætast í Evrópukeppninni.
Björgvin og Alexander mætast í Evrópukeppninni. Mynd/DIENER

Í morgun var dregið í undanúrslit í EHF-keppninni og Evrópukeppni bikarhafa í handbolta. Íslendingalið voru í báðum pottum.

Í EHF-keppninni mætast Flensburg og Kadetten Schaffhausen. Er það Íslendingaslagur enda spilar Björgvin Páll Gústavsson með Kadetten og Alexander Petersson með Flensburg.

Í hinni undanúrslitarimmunni mætir lið Loga Geirssonar og Vignis Svavarssonar, Lemgo, spænska liðinu Naturhouse La Rioja.

Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach mæta Reyno de Nav. San Antonio frá Spáni í undanúrslitum í Evrópukeppni bikarhafa. Í hinum leiknum mætast Steaua Bucuresti og Fraikin BM. Granollers.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×