Níu þingmenn Hallgrímur Helgason skrifar 29. júní 2010 07:30 Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og kölluðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréfum. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út. Gott hjá þeim. Stjórnmálastéttin hafði brugðist, við því varð að bregðast. Þúsundir stóðu á Austurvelli, þau heitustu inní Alþingisgarði. Bónusfáni blakti á þaki þinghússins. Undir sátu þingmenn Baugs og FL, Landsbankans og Kaupþings, sem fengið höfðu styrk í vasa og stólinn góða. Sátu þar að loknu landsins hruni sem framkallað var af þessum stuðningsaðilum þeirra, hjásetu þeirra sjálfra og flokkssystkina þeirra, amatöranna í ríkisstjórn og Seðlabanka. Sátu þar og héldu að þeir fengju frið til þings. Eftir á að hyggja er maður mest hissa á því þingmenn hafi sloppið þurrum fötum frá reiði þjóðar sinnar. Einu og hálfu ári síðar sitja styrkþegarnir enn á þingi, þótt stóllinn þeirra lykti af illa fengnu útrásarfé og ýmsu fleiru sem sessan geymir. Þeim þykir í lagi að sitja á Alþingi í boði glæpamanna sem settu þjóðfélagið á hausinn, þrykktu krónunni í gegnum gólfið, lánum okkar upp í rjáfur og neita nú síðast að mæta í lögboðnar yfirheyrslur. Síðan bíta þessir sömu þingmenn höfuð af skömm sinni með því að sitja samþykkir því að þeirra eigin stofnun, Alþingi, dragi níu manns fyrir rétt vegna „árásar" á þá sömu stofnun. Einu og hálfu ári eftir Hrun hefur enginn verið kallaður fyrir dómara nema þessir níu. Enginn útrásarvíkingur, enginn bankastjóri, enginn Icesave-meistari, enginn Seðlabankastjóri, enginn ráðherra, enginn þingmaður. „Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti." Æ, ég trúi því ekki að ég sé að vitna hér í Jón Hreggviðsson í umfjöllun um okkar „upplýsta lýðræðisþjóðfélag við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar", en þar hafiði það: Ísland virðist aðeins hafa verið uppfært, líkt og tölvuforrit; í eðli sínu hefur það ekkert breyst. Í dag býr Hr. Hreggviðsson í Salahverfinu í íbúð sem hann keypti á lánum sem nú eru komin í tvöfalt virði eignarinnar og ekur um á litlum slyddujeppa sem hann þyrfti að losa sig við en getur það ekki vegna þess að hann „á ekki fyrir sölunni". Í eftirhrunsreiði sinni varð honum á að rekast í þingvörð og skal nú fyrstum refsað í átakinu: Réttlæti eftir hrun. Það særir mann kannski mest hvað þetta hljómar klisjukennt en við erum víst enn að dæma snærisþjófa á meðan stórbokkarnir sitja seigfullir í höllum sínum erlendis. Réttvísin rýkur inn á moldargólf en stöðvast við gylltan þröskuld. Um Rússland er sagt að það verði alltaf keisaraveldi, með tilheyrandi aðli og einræði. Jafnvel kommúnisminn breyttist í ennþá spilltara keisaraveldi í höndum þessa fólks. Kannski tekur þúsund ár að breyta þjóðarhugsun, kannski er það ekki hægt. Ísland virðist dæmt til að verða eilíf nýlenda þar sem hátopparnir eru fastir í óskiljanlegri samkeppni við erlendar hirðir og berja á lágtoppunum heima sem aftur berja á embættismönnum sem taka pirring sinn út á Jóni og Gunnu Hreggviðsbörnum. Hér er ennþá unnið eftir reglunni: Sá sem stal húsinu sleppur en sá sem braut í því rúðu skal dæmdur. Setningin „Drullið ykkur út!" sem glumdi af pöllum yfir þingheim eftir að allt okkar efnahagslíf var hrunið var ekki „árás á Alþingi" heldur virðing við Alþingi, tilraun til að rusla út svo endurreisn gæti hafist. Í raun var þetta aðeins vinsamleg ábending til hrunameistara Íslands, sem þáðu þingsæti sín af útrásarvíkingum og sátu prúðir hjá, á sínum eigin lögum og reglugerðum, á meðan hetjurnar hlóðu í loftkastalann yfir höfðum okkar, að pilla sér úr augsýn þjóðar í sárum. Alþingi Íslendinga lögsækir níu manneskjur fyrir að benda þingmönnum á hið augljósa: Þeir brugðust og ber að víkja. Alþingi Íslendinga vill níu manneskjur í fangelsi fyrir þau sannleiksorð. Vill að þau sitji inni mánuðum saman fyrir þá stóru sök. Alþingi Íslendinga ætti fremur að sækja níu þingmenn úr eigin röðum og biðja þá að hlýða ráðum níumenninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og kölluðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréfum. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út. Gott hjá þeim. Stjórnmálastéttin hafði brugðist, við því varð að bregðast. Þúsundir stóðu á Austurvelli, þau heitustu inní Alþingisgarði. Bónusfáni blakti á þaki þinghússins. Undir sátu þingmenn Baugs og FL, Landsbankans og Kaupþings, sem fengið höfðu styrk í vasa og stólinn góða. Sátu þar að loknu landsins hruni sem framkallað var af þessum stuðningsaðilum þeirra, hjásetu þeirra sjálfra og flokkssystkina þeirra, amatöranna í ríkisstjórn og Seðlabanka. Sátu þar og héldu að þeir fengju frið til þings. Eftir á að hyggja er maður mest hissa á því þingmenn hafi sloppið þurrum fötum frá reiði þjóðar sinnar. Einu og hálfu ári síðar sitja styrkþegarnir enn á þingi, þótt stóllinn þeirra lykti af illa fengnu útrásarfé og ýmsu fleiru sem sessan geymir. Þeim þykir í lagi að sitja á Alþingi í boði glæpamanna sem settu þjóðfélagið á hausinn, þrykktu krónunni í gegnum gólfið, lánum okkar upp í rjáfur og neita nú síðast að mæta í lögboðnar yfirheyrslur. Síðan bíta þessir sömu þingmenn höfuð af skömm sinni með því að sitja samþykkir því að þeirra eigin stofnun, Alþingi, dragi níu manns fyrir rétt vegna „árásar" á þá sömu stofnun. Einu og hálfu ári eftir Hrun hefur enginn verið kallaður fyrir dómara nema þessir níu. Enginn útrásarvíkingur, enginn bankastjóri, enginn Icesave-meistari, enginn Seðlabankastjóri, enginn ráðherra, enginn þingmaður. „Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti." Æ, ég trúi því ekki að ég sé að vitna hér í Jón Hreggviðsson í umfjöllun um okkar „upplýsta lýðræðisþjóðfélag við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar", en þar hafiði það: Ísland virðist aðeins hafa verið uppfært, líkt og tölvuforrit; í eðli sínu hefur það ekkert breyst. Í dag býr Hr. Hreggviðsson í Salahverfinu í íbúð sem hann keypti á lánum sem nú eru komin í tvöfalt virði eignarinnar og ekur um á litlum slyddujeppa sem hann þyrfti að losa sig við en getur það ekki vegna þess að hann „á ekki fyrir sölunni". Í eftirhrunsreiði sinni varð honum á að rekast í þingvörð og skal nú fyrstum refsað í átakinu: Réttlæti eftir hrun. Það særir mann kannski mest hvað þetta hljómar klisjukennt en við erum víst enn að dæma snærisþjófa á meðan stórbokkarnir sitja seigfullir í höllum sínum erlendis. Réttvísin rýkur inn á moldargólf en stöðvast við gylltan þröskuld. Um Rússland er sagt að það verði alltaf keisaraveldi, með tilheyrandi aðli og einræði. Jafnvel kommúnisminn breyttist í ennþá spilltara keisaraveldi í höndum þessa fólks. Kannski tekur þúsund ár að breyta þjóðarhugsun, kannski er það ekki hægt. Ísland virðist dæmt til að verða eilíf nýlenda þar sem hátopparnir eru fastir í óskiljanlegri samkeppni við erlendar hirðir og berja á lágtoppunum heima sem aftur berja á embættismönnum sem taka pirring sinn út á Jóni og Gunnu Hreggviðsbörnum. Hér er ennþá unnið eftir reglunni: Sá sem stal húsinu sleppur en sá sem braut í því rúðu skal dæmdur. Setningin „Drullið ykkur út!" sem glumdi af pöllum yfir þingheim eftir að allt okkar efnahagslíf var hrunið var ekki „árás á Alþingi" heldur virðing við Alþingi, tilraun til að rusla út svo endurreisn gæti hafist. Í raun var þetta aðeins vinsamleg ábending til hrunameistara Íslands, sem þáðu þingsæti sín af útrásarvíkingum og sátu prúðir hjá, á sínum eigin lögum og reglugerðum, á meðan hetjurnar hlóðu í loftkastalann yfir höfðum okkar, að pilla sér úr augsýn þjóðar í sárum. Alþingi Íslendinga lögsækir níu manneskjur fyrir að benda þingmönnum á hið augljósa: Þeir brugðust og ber að víkja. Alþingi Íslendinga vill níu manneskjur í fangelsi fyrir þau sannleiksorð. Vill að þau sitji inni mánuðum saman fyrir þá stóru sök. Alþingi Íslendinga ætti fremur að sækja níu þingmenn úr eigin röðum og biðja þá að hlýða ráðum níumenninganna.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun