Flíkur innblásnar af gosinu 20. apríl 2010 08:00 Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda E-label, segir nýju línuna væntanlega í verslanir eftir mánuð.Fréttablaðið/valli „Þetta er allt í vinnslu núna en vonandi verða flíkurnar komnar í verslanir eftir rúman mánuð. Þetta var upprunalega hugmynd hönnuðarins Hörpu Einarsdóttur, sem hefur verið að hanna fyrir okkur upp á síðkastið. Hún heillaðist af þessum jarðhræringum og varð fyrir miklum áhrifum eftir að hafa skoðað gosið,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda E-label, en verið er að hanna sérstakar flíkur fyrir merkið sem innblásnar eru af gosinu. Goslínan nýja mun innihalda bæði kjóla og boli og má búast við allt að fimm mismunandi stílum innan hennar. Auk Hörpu Einarsdóttur hafa hönnuðirnir Eygló Lárusdóttir, Sara María Júlíudóttir og Erna Bergmann gengið til liðs við E-label. „Við fengum fleiri hönnuði til liðs við okkur í haust því við vildum fá aukinn ferskleika inn í hönnunina. Hugmyndafræðin að baki E-label verður þó enn sú sama og vinna hönnuðirnir innan þess ramma.“ Ásta segir gott að geta nýtt gosið til að koma hönnun E-label á framfæri í erlendum fjölmiðlum og segir fólk eiga að grípa tækifærin þegar þau gefast. „Við gátum tengt hönnun okkar við gosið í Eyjafjallajökli og með því vakið athygli á því sem við erum að gera. BBC fjallaði til dæmis um þessa línu síðastliðinn laugardag. Það er mjög erfitt og dýrmætt að fá ókeypis umfjöllun erlendis og því verður maður að grípa tækifærið þegar það gefst,“ segir Ásta. -sm Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta er allt í vinnslu núna en vonandi verða flíkurnar komnar í verslanir eftir rúman mánuð. Þetta var upprunalega hugmynd hönnuðarins Hörpu Einarsdóttur, sem hefur verið að hanna fyrir okkur upp á síðkastið. Hún heillaðist af þessum jarðhræringum og varð fyrir miklum áhrifum eftir að hafa skoðað gosið,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda E-label, en verið er að hanna sérstakar flíkur fyrir merkið sem innblásnar eru af gosinu. Goslínan nýja mun innihalda bæði kjóla og boli og má búast við allt að fimm mismunandi stílum innan hennar. Auk Hörpu Einarsdóttur hafa hönnuðirnir Eygló Lárusdóttir, Sara María Júlíudóttir og Erna Bergmann gengið til liðs við E-label. „Við fengum fleiri hönnuði til liðs við okkur í haust því við vildum fá aukinn ferskleika inn í hönnunina. Hugmyndafræðin að baki E-label verður þó enn sú sama og vinna hönnuðirnir innan þess ramma.“ Ásta segir gott að geta nýtt gosið til að koma hönnun E-label á framfæri í erlendum fjölmiðlum og segir fólk eiga að grípa tækifærin þegar þau gefast. „Við gátum tengt hönnun okkar við gosið í Eyjafjallajökli og með því vakið athygli á því sem við erum að gera. BBC fjallaði til dæmis um þessa línu síðastliðinn laugardag. Það er mjög erfitt og dýrmætt að fá ókeypis umfjöllun erlendis og því verður maður að grípa tækifærið þegar það gefst,“ segir Ásta. -sm
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira