Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal 17. júní 2010 04:15 Valdimar Gunnarsson Um hundrað sjálfboðaliðar úr röðum heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga unnu í tvö ár við að koma Skrímslasetrinu á laggirnar. Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira