Button hissa á hörðum stigaslag 8. apríl 2010 10:30 Jenson Button hefur fagnað sigri í einu móti af þremur og er meðal þeirra sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn." Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn."
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira