Handbolti

Júlíus gæti haldið áfram með kvennalandsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Júlíus Jónasson.
Júlíus Jónasson.

Það er enn óljóst hver tekur við landsliði kvenna í handknattleik en samningur Júlíusar Jónassonar við HSÍ er að renna út.

Júlíus lýsti því yfir fyrir EM að hann myndi hætta með liðið eftir mótið enda þyrfti hann að einbeita sér að þjálfun karlaliðs Vals.

Júlíus var aftur á móti rekinn skömmu fyrir mót og forsendur því breyttar.

"Við erum alveg rólegir yfir þessu og munum setjast yfir landsliðsþjálfaramálin eftir áramót," sagði Knútur Hauksson, formaður HSÍ, við Vísi en er Júlíus enn í myndinni þar sem aðstæður hafa breyst hjá honum.

"Hann hefur auðvitað unnið frábært starf með liðið og ánægja með hans störf. Ég veit ekki hvort hann vill halda áfram en við munum eflaust ræða við Júlíus," sagði Knútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×