Hodgson tjáði einnig blaðamönnum að Danny Wilson, ungur skoskur miðvörður, mun taka sæti Jamie Carragher í miðri vörninni en Carragher meiddist illa á öxl um síðustu helgi og verður frá í þrjá mánuði. Wilson mun spila við hlið Sotirios Kyrgiakos í miðri vörn Liverpool í Búkarest.
„Martin Kelly og Danny Wilson munu byrja á móti Steaua Búkarest og þetta er frábært tækifæri fyrir þá að reyna að vinna sér sæti í aðalliðinu," sagði Roy Hodgson.
„Víst að okkur tókst ekki að ná í stigin sem við áttum skilið á móti Tottenham um síðustu helgi þá verða næstu leikir okkar í ensku úrvalsdeildinni enn mikilvægari. Ég þarf því að passa mig að taka ekki áhættuna á að nota of marga leikmenn í Rúmeníu sem ég ætla að láta spila á móti Aston Villa," sagði Hodgson.

„Þetta þýðir að ég er að taka lakara lið á pappírnum til Rúmeníu en það er mín trú að menn eins og Joe Cole, Ryan Babel, Milan Jovanovic, Danny Wilson, Christian Poulsen og Jonjo Shelvey geti skilað góðu verki fyrir Liverpool Football Club," sagði Hodgson.