Vettel hamingjusamur með stigin 4. apríl 2010 17:14 Sebastian Vettel var sáttur við sitt í dag. Mynd: Getty Images SRed Bull ökumaðurinn ebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels. Vettel virtist þó hafa blendnar tilfinningar um að hafa lagt liðsfélaga sinn af velli, strax í byrjun móts. "Mér leið ekkert þægilega. Ég áttaði mig á því að ég hafði náð góðu starti og komst framúr Nico Rosberg og náði svo að fara í kjölfar Marks og græddi þannig hraða. Það er langur beinn kafli að fyrstu beygju og ég tók áhættu í fyrstu beygju. Ég rétt komst framúr og við áttust við í smá stund, en berum virðingu hvor fyrir öðrum", sagði Vettel um framúrakstur sinn á liðsfélagann Webber. "Ég er viss um að Mark hefði gert það sama í minni stöðu og eftir þessa viðureign var þetta bara spurning um að stinga keppinautanna af. Við Mark vorum á svipuðum hraða, þó hann hafi kannski verið örlítið hraðskreiðari í upphafi. Ég reyndi að spara dekkin, sem tókst og eftir hlé náði ég að auka forskotið. Það var geysilega heitt og ég svitnaði og svitnaði. Sem betur fer varð ég ekki uppiskroppa með vökva til að drekka. Um tíma vonaðist ég eftir rigningu til að fá kælingu." "Þetta voru góð úrslit fyrir mig, eftir tvö mót þar sem árangurinn var ekki sá sem ég vænti. Það er mjög mikilvægt að halda ró sinni þegar illa gengur og úrslitin er okkur hagstæð. Svo er bónus að Webber varð í öðru sæti. Fullt af stigum og ég er hamingjusamur", sagði Vettel. Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
SRed Bull ökumaðurinn ebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels. Vettel virtist þó hafa blendnar tilfinningar um að hafa lagt liðsfélaga sinn af velli, strax í byrjun móts. "Mér leið ekkert þægilega. Ég áttaði mig á því að ég hafði náð góðu starti og komst framúr Nico Rosberg og náði svo að fara í kjölfar Marks og græddi þannig hraða. Það er langur beinn kafli að fyrstu beygju og ég tók áhættu í fyrstu beygju. Ég rétt komst framúr og við áttust við í smá stund, en berum virðingu hvor fyrir öðrum", sagði Vettel um framúrakstur sinn á liðsfélagann Webber. "Ég er viss um að Mark hefði gert það sama í minni stöðu og eftir þessa viðureign var þetta bara spurning um að stinga keppinautanna af. Við Mark vorum á svipuðum hraða, þó hann hafi kannski verið örlítið hraðskreiðari í upphafi. Ég reyndi að spara dekkin, sem tókst og eftir hlé náði ég að auka forskotið. Það var geysilega heitt og ég svitnaði og svitnaði. Sem betur fer varð ég ekki uppiskroppa með vökva til að drekka. Um tíma vonaðist ég eftir rigningu til að fá kælingu." "Þetta voru góð úrslit fyrir mig, eftir tvö mót þar sem árangurinn var ekki sá sem ég vænti. Það er mjög mikilvægt að halda ró sinni þegar illa gengur og úrslitin er okkur hagstæð. Svo er bónus að Webber varð í öðru sæti. Fullt af stigum og ég er hamingjusamur", sagði Vettel.
Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira