ESB er sterkasti leikur íslenskrar tungu 1. október 2010 05:00 Gauti Kristmannsson Var áður eindreginn andstæðingur ESB-aðildar, en skipti um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. „Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent