Unnusta Hannesar: Játning Gunnars gríðarlegt áfall 6. september 2010 06:00 Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað morðvopnsins í smábátahöfn Hafnafjarðar síðan morðinginn játaði glæpinn. fréttablaðið/arnþór „Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira