Fallið frá kyrrsetningu eigna Hafnsteinn Hauksson skrifar 29. júní 2010 18:19 Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir fjórmenninganna yrðu kyrrsettar vegna meintra brota FL Group á lögum um virðisaukaskatt. Kyrrsetningin fór fram á grundvelli nýrrar lagaheimildar í lögum um tekjuskatt sem heimilar kyrrsetningu eigna til að tryggja skattgreiðslur, án þess að höfða þurfi staðfestingarmál. Hins vegar mega þolendur kyrrsetningarinnar fara með ágreiningsmál um lögmæti hennar fyrir dómstóla. Það gerði Skarphéðinn og var kyrrsetningin felld úr gildi fyrir Hæstarétti í síðustu viku. Dómstóllinn taldi að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir kyrrsetningunni. Snorri Olsen, tollstjóri, segist í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um einstök mál, en staðfestir að í sambærilegum málum og Skarphéðins Bergs hafi verið óskað eftir því við sýslumann að kyrrsetning eigna málsaðila verði tekin upp að nýju og fallið verði frá henni. Bryndís Pétursdóttir, skattrannsóknarstjóri, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Þess ber þó að geta að ráðist var í kyrrsetningu eigna fjórmenninganna í tíð Stefáns Skjaldarssonar sem sinnti embættinu í fjarveru Bryndísar. Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir fjórmenninganna yrðu kyrrsettar vegna meintra brota FL Group á lögum um virðisaukaskatt. Kyrrsetningin fór fram á grundvelli nýrrar lagaheimildar í lögum um tekjuskatt sem heimilar kyrrsetningu eigna til að tryggja skattgreiðslur, án þess að höfða þurfi staðfestingarmál. Hins vegar mega þolendur kyrrsetningarinnar fara með ágreiningsmál um lögmæti hennar fyrir dómstóla. Það gerði Skarphéðinn og var kyrrsetningin felld úr gildi fyrir Hæstarétti í síðustu viku. Dómstóllinn taldi að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir kyrrsetningunni. Snorri Olsen, tollstjóri, segist í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um einstök mál, en staðfestir að í sambærilegum málum og Skarphéðins Bergs hafi verið óskað eftir því við sýslumann að kyrrsetning eigna málsaðila verði tekin upp að nýju og fallið verði frá henni. Bryndís Pétursdóttir, skattrannsóknarstjóri, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Þess ber þó að geta að ráðist var í kyrrsetningu eigna fjórmenninganna í tíð Stefáns Skjaldarssonar sem sinnti embættinu í fjarveru Bryndísar.
Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira