Diego Forlan: Tilbúinn að fara hvert sem er fyrir rétta tilboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2010 12:00 Diego Forlan. Mynd/Nordic Photos/Getty Það bjuggust flestir við því að Úrúgvæ-maðurinn Diego Forlan fyndi sér stærra lið í haust eftir frábæra frammistöðu sína á HM í Suður-Afríku þar sem hann var kosinn besti leikmaðurinn. Forlan hafði líka spilað frábærlega á síðasta tímabili þar sem að hann skoraði 32 mörk í spænsku deildinni og tryggði Atletico Madrid sigur í Evrópudeildinni Það varð þó ekkert úr því að Forlan færi frá Atletico Madrid þar sem hann er samningsbundinn næstu þrjú árin. Næst komst hann því að fara til Tottenham en það eru margir sem muna eftir vandræðalegri frammistöðu hans með Manchester United á sínum tíma. Hann er alveg tilbúinn að reyna sig á nýjan leik í enska boltanum. „Ef ég fæ tækifæri til að fara frá Atletico þá fer ég. Ég segi alltaf að ég fór að heiman til þess að spila í Evrópu og ég er ekkert tengdur einu liði því allt mitt fólk er í Úrúgvæ," sagði Diego Forlan. „Þú velur besta tilboðið sem býst þér og ef það er gott fyrir þig og gott fyrir félagið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að fara. Þessi hugsanlegu tilboð eru þó bara í blöðunum og þau berast sjaldnast félaginu," sagði Forlan. Forlan skoraði ekki fyrstu átta mánuðina sem hann spilaði með Manchester United og var oftast á bekknum þegar hann lék með United frá 2002 til 2004. „Það eru allir að tala um að ég vilji ekki koma aftur til Englands. Ég átti frábæran tíma í Englandi og ég yrði mjög ánægður með að koma og spila aftur í ensku úrvalsdeildinni," sagði Forlan. Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Það bjuggust flestir við því að Úrúgvæ-maðurinn Diego Forlan fyndi sér stærra lið í haust eftir frábæra frammistöðu sína á HM í Suður-Afríku þar sem hann var kosinn besti leikmaðurinn. Forlan hafði líka spilað frábærlega á síðasta tímabili þar sem að hann skoraði 32 mörk í spænsku deildinni og tryggði Atletico Madrid sigur í Evrópudeildinni Það varð þó ekkert úr því að Forlan færi frá Atletico Madrid þar sem hann er samningsbundinn næstu þrjú árin. Næst komst hann því að fara til Tottenham en það eru margir sem muna eftir vandræðalegri frammistöðu hans með Manchester United á sínum tíma. Hann er alveg tilbúinn að reyna sig á nýjan leik í enska boltanum. „Ef ég fæ tækifæri til að fara frá Atletico þá fer ég. Ég segi alltaf að ég fór að heiman til þess að spila í Evrópu og ég er ekkert tengdur einu liði því allt mitt fólk er í Úrúgvæ," sagði Diego Forlan. „Þú velur besta tilboðið sem býst þér og ef það er gott fyrir þig og gott fyrir félagið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að fara. Þessi hugsanlegu tilboð eru þó bara í blöðunum og þau berast sjaldnast félaginu," sagði Forlan. Forlan skoraði ekki fyrstu átta mánuðina sem hann spilaði með Manchester United og var oftast á bekknum þegar hann lék með United frá 2002 til 2004. „Það eru allir að tala um að ég vilji ekki koma aftur til Englands. Ég átti frábæran tíma í Englandi og ég yrði mjög ánægður með að koma og spila aftur í ensku úrvalsdeildinni," sagði Forlan.
Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira