Jafnt á Emirates og Inter vann CSKA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2010 17:32 Arsenal átti magnaða endurkomu gegn Barcelona í kvöld. Lokatölur 2-2 í mögnuðum leik. Inter marði síðan 1-0 sigur á CSKA Moskva. Barcelona yfirspilaði Arsenal lengstum og það var með ólíkindum að markalaust væri í leikhléi. Barca komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og virtist vera búið að klára einvígið er Zlatan skoraði á ný. Þá kom Arsenal til baka og skoraði tvö góð mörk. Liðið verður reyndar án Cesc Fabregas í seinni leiknum en hann fékk gult spjald og er í leikbanni. Það verður einnig miðvarðapar Börsunga - Carles Puyol og Gerard Pique. Puyol fékk rautt í leiknum og Pique gult sem sendi hann í bann. Það er því allt opið fyrir síðari leik liðanna. Vísir var með lýsingu á helstu atvikum leiksins og hana má lesa hér að neðan. Arsenal-Barcelona 2-2 2-2 Cesc Fabregas, víti (85.) - Fabregas flækir fótinn í Puyol, víti dæmt og Puyol vikið af velli sem var afar harður dómur. Fabregas tók vítið og skoraði örugglega. Hann meiddist við að taka vítið og er nú haltrandi. Báðir miðverðir Barcelona verða í banni í seinni leiknum. Pique fékk gult áðan sem setur hann í bann.1-2 Theo Walcott (69.) - Walcott kemur afar sprækur af bekknum. Fær smekklega stungu frá Bendtner og klárar færið sitt vel. Þessi rimma er ekki alveg búin0-2 Zlatan Ibrahimovic (59.) - Xavi með laglega stungusendingu á Zlatan sem kláraði færið með stæl.0-1 Zlatan Ibrahimovic (46.) - Zlatan fær stungusendingu eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik. Almunia kom í glórulaust úthalup og Zlatan vippaði smekklega yfir hann. - Barcelona hefur verið með boltann 70% af leiktímanum. Ótrúlegir yfirburðir Evrópumeistaranna. - Arshavin fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik. - Staðan er 9-0 í skotum fyrir Barcelona. - Börsungar vaða í dauðafærum en Almunia er að spila leik lífs síns og heldur Arsenal inn í leiknum. - Bæði Messi og Zlatan komast í úrvalsfæri. Bæði lið reyna að sækja af krafti. - Leikurinn byrjar með miklum látum og bæði lið fá færi á upphafsmínútum leiksins. Þetta á eftir að verða svakalegur fótboltaleikur.- Thierry Henry byrjar á bekknum hjá Barcelona en Cesc Fabregas er í byrjunarliði Arsenal. Inter-CSKA Moskva 1-0 1-0 Diego Milito (65.) - með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Arsenal átti magnaða endurkomu gegn Barcelona í kvöld. Lokatölur 2-2 í mögnuðum leik. Inter marði síðan 1-0 sigur á CSKA Moskva. Barcelona yfirspilaði Arsenal lengstum og það var með ólíkindum að markalaust væri í leikhléi. Barca komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og virtist vera búið að klára einvígið er Zlatan skoraði á ný. Þá kom Arsenal til baka og skoraði tvö góð mörk. Liðið verður reyndar án Cesc Fabregas í seinni leiknum en hann fékk gult spjald og er í leikbanni. Það verður einnig miðvarðapar Börsunga - Carles Puyol og Gerard Pique. Puyol fékk rautt í leiknum og Pique gult sem sendi hann í bann. Það er því allt opið fyrir síðari leik liðanna. Vísir var með lýsingu á helstu atvikum leiksins og hana má lesa hér að neðan. Arsenal-Barcelona 2-2 2-2 Cesc Fabregas, víti (85.) - Fabregas flækir fótinn í Puyol, víti dæmt og Puyol vikið af velli sem var afar harður dómur. Fabregas tók vítið og skoraði örugglega. Hann meiddist við að taka vítið og er nú haltrandi. Báðir miðverðir Barcelona verða í banni í seinni leiknum. Pique fékk gult áðan sem setur hann í bann.1-2 Theo Walcott (69.) - Walcott kemur afar sprækur af bekknum. Fær smekklega stungu frá Bendtner og klárar færið sitt vel. Þessi rimma er ekki alveg búin0-2 Zlatan Ibrahimovic (59.) - Xavi með laglega stungusendingu á Zlatan sem kláraði færið með stæl.0-1 Zlatan Ibrahimovic (46.) - Zlatan fær stungusendingu eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik. Almunia kom í glórulaust úthalup og Zlatan vippaði smekklega yfir hann. - Barcelona hefur verið með boltann 70% af leiktímanum. Ótrúlegir yfirburðir Evrópumeistaranna. - Arshavin fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik. - Staðan er 9-0 í skotum fyrir Barcelona. - Börsungar vaða í dauðafærum en Almunia er að spila leik lífs síns og heldur Arsenal inn í leiknum. - Bæði Messi og Zlatan komast í úrvalsfæri. Bæði lið reyna að sækja af krafti. - Leikurinn byrjar með miklum látum og bæði lið fá færi á upphafsmínútum leiksins. Þetta á eftir að verða svakalegur fótboltaleikur.- Thierry Henry byrjar á bekknum hjá Barcelona en Cesc Fabregas er í byrjunarliði Arsenal. Inter-CSKA Moskva 1-0 1-0 Diego Milito (65.) - með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira