Handbolti

HM í handbolta árið 2013 fer fram á Spáni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikið verður á gamla heimavelli Ólafs Stefánssonar, Quijote Arena, á HM 2013.
Leikið verður á gamla heimavelli Ólafs Stefánssonar, Quijote Arena, á HM 2013.

Heimsmeistaramótin í handknattleik árið 2013 verða haldin á Spáni og í Serbíu. Karlamótið á Spáni og kvennamótið í Serbíu.

Þetta er í fyrsta skipti sem HM fer fram í þessum löndum.

Spánn var eina landið sem bauðst til þess að halda mótið. Suður-Kórea hafði lengi haft hug á að halda mótið en dró umsókn sína til baka þegar á hólminn var komið.

HM í Barcelona verður örugglega glæsilegt og lokahelgin mun fara fram í Madrid.

Aðrir leikstaðir verða Barcelona, Ciudad Real, Granollers, Malaga, Sevilla, Valladolid og Zaragoza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×