Webber myndi bjarga Vettel frá drukknun 5. júlí 2010 16:15 Hluti Red Bull liðsins var á Goodwood aksturshátíðinni í Bretlandi um helgina. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira