Óbreytt staða í Fjarðabyggð 26. maí 2010 06:30 Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira