Óbreytt staða í Fjarðabyggð 26. maí 2010 06:30 Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira