Gott jafntefli Blika og liðið komst áfram í Meistaradeildinni Hjalti Þór Hreinsson á Kópavogsvelli skrifar 10. ágúst 2010 17:36 Blikastúlkur fagna marki í dag. Fréttablaðið/Anton Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan
Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira