Umfjöllun: Kristrún með stórleik í öruggum sigri Hamars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2010 20:50 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars. Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira