Umfjöllun: Flottir Framarar lögðu meistarana Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar 17. nóvember 2010 20:58 Einar Rafn skoraði tíu mörk í kvöld. Mynd/Anton Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira