Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd 22. mars 2010 06:00 Spenntir Stefán Máni og Óskar Þór geta vart beðið eftir því að tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjist. Myndin er gerði eftir samnefndri bók Stefáns en það eru þeir Þorvaldur Davíð og Jóhannes Haukur sem leika aðalhlutverkin. Fréttablaðið/Valli Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg Íslandsvinir Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira
Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg
Íslandsvinir Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira