Umfjöllun: Meistararnir of sterkir fyrir Fjölni í lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 22:01 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn. Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira