Allir flokkarnir tapa fylgi 31. maí 2010 06:00 Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira