Pólverjinn Robert Kubica kveðst ánægður með veru sína hjá Renault, en hann gekk liðs við fyrirtækið frá BMW. Nýi bíll liðsins hefur komið vel út á æfingum.
"Mér líður eins og heima hjá mér. Ég hef varið miklum tíma í að kynnast liðsmönnum og hvernig starfsemin fer fram, sem hjálpar á æfingum", sagði Kubica.
"Renault bíllinn er ekki eins viðkvæmur fyrir breytingum á uppsetningu og BMW bíllinn sem ég ók í fyrra. Það þýðir að það eru fleiri útfærslu möguleikar en áður. Ég ók mjög viðkvæmum bíl í fyrra, ef svo má segja."
"En það er hægt að vera konugur æfinga í febrúar, en það er fyrsta mótið í Bahrein í mars sem gildir. Árið 2008 var BMW liðið ekki hraðskreitt á æfingu, en ræsti af stað af fremstu ráslínu í tveimur fyrstu mótunum. "