fréttaskýring: Kemur aftur saman í júní 17. júní 2010 05:30 Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira