Nærvera NATO Ólafur Stephensen skrifar 19. október 2010 06:00 Samkomulag Íslands og Kanada um samstarf í varnarmálum, sem undirritað var í Brussel í síðustu viku, er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð að treysta öryggi og varnir Íslands eftir brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Samkvæmt samkomulaginu munu Ísland og Kanada auka samráð, upplýsingaskipti og samvinnu um menntun og þjálfun liðsafla, til dæmis starfsmanna Landhelgisgæzlunnar, Keflavíkurflugvallar og Varnarmálastofnunar sem taka þátt í að þjónusta NATO-flugsveitirnar sem hingað koma til að taka þátt í loftrýmisgæzlu. Þá er fyrirhuguð þátttaka Kanadamanna í heræfingum hér á landi. Eftir brottför liðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli hafa nokkur markviss skref verið stigin til að efla samstarf Íslands og annarra NATO-ríkja. Tvíhliða samningar hafa áður verið gerðir við nána bandamenn okkar við Norður-Atlantshafið; Noreg, Danmörku og Bretland. Nú bætist Kanada í hópinn, en þessi ríki eiga augljóslega sameiginlega hagsmuni með Íslandi að því er varðar eftirlit með vaxandi skipa- og flugumferð um norðurslóðir og viðbrögð við ýmsum afleiðingum hlýnandi loftslags. Það liggur til dæmis fyrir að leit og vinnsla olíu og gass mun færast norður á bóginn í vaxandi mæli og skipaflutningar með eldsneyti um norðurhöf munu aukast. Öryggi þessarar orkuvinnslu og -flutninga þarf að tryggja, bæði í þágu umhverfisverndar og hernaðarlegs öryggis. Til viðbótar við samningana við nágrannaríkin hefur Ísland gert samkomulag við Atlantshafsbandalagið um að ríki þess skiptist á að sinna hér loftrýmisgæzlu nokkrum sinnum á ári. Allt á þetta sinn þátt í að efla öryggi Íslands. Markmiðið er ekki að hér verði landvarnir með sama hætti og þegar varnarliðsins naut við, heldur að tryggja reglubundna nærveru herafla annarra NATO-ríkja. Að hér myndist ekki öryggistómarúm, heldur sé sýnt fram á að NATO hafi áfram áhuga á Íslandi og Norður-Atlantshafinu og að herir aðildarríkjanna séu hér hagvanir og við öllu búnir. Unnið var ötullega að því að bregðast við brotthvarfi varnarliðsins í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og síðar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Kannski furða einhverjir sig á að núverandi ríkisstjórn, með Vinstri græna innanborðs, standi að gerð samkomulags eins og nú hefur verið gert við Kanada. Það þarf þó ekki að koma á óvart. Fyrirrennari VG, Alþýðubandalagið, lét sig hafa það að hér væri varnarlið og Ísland í NATO, þegar flokkurinn sat í ríkisstjórn. Alþýðubandalagið vildi ekki tefla áhrifum sínum á landsstjórnina í tvísýnu með því að gera varnarmálin að frágangssök. VG sýnir augljóslega sama raunsæi. Það er reyndar ögn skondið að VG skuli hafa hamazt gegn áformum fyrirtækis, sem vill gera út vopnlausar herflugvélar frá Keflavík, en leggi blessun sína yfir aukið samstarf á sviði alvöru heræfinga. En það sýnir samt að flokkurinn getur axlað ábyrgð þegar um alvörumál eins og varnir og öryggi landsins er að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Samkomulag Íslands og Kanada um samstarf í varnarmálum, sem undirritað var í Brussel í síðustu viku, er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð að treysta öryggi og varnir Íslands eftir brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Samkvæmt samkomulaginu munu Ísland og Kanada auka samráð, upplýsingaskipti og samvinnu um menntun og þjálfun liðsafla, til dæmis starfsmanna Landhelgisgæzlunnar, Keflavíkurflugvallar og Varnarmálastofnunar sem taka þátt í að þjónusta NATO-flugsveitirnar sem hingað koma til að taka þátt í loftrýmisgæzlu. Þá er fyrirhuguð þátttaka Kanadamanna í heræfingum hér á landi. Eftir brottför liðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli hafa nokkur markviss skref verið stigin til að efla samstarf Íslands og annarra NATO-ríkja. Tvíhliða samningar hafa áður verið gerðir við nána bandamenn okkar við Norður-Atlantshafið; Noreg, Danmörku og Bretland. Nú bætist Kanada í hópinn, en þessi ríki eiga augljóslega sameiginlega hagsmuni með Íslandi að því er varðar eftirlit með vaxandi skipa- og flugumferð um norðurslóðir og viðbrögð við ýmsum afleiðingum hlýnandi loftslags. Það liggur til dæmis fyrir að leit og vinnsla olíu og gass mun færast norður á bóginn í vaxandi mæli og skipaflutningar með eldsneyti um norðurhöf munu aukast. Öryggi þessarar orkuvinnslu og -flutninga þarf að tryggja, bæði í þágu umhverfisverndar og hernaðarlegs öryggis. Til viðbótar við samningana við nágrannaríkin hefur Ísland gert samkomulag við Atlantshafsbandalagið um að ríki þess skiptist á að sinna hér loftrýmisgæzlu nokkrum sinnum á ári. Allt á þetta sinn þátt í að efla öryggi Íslands. Markmiðið er ekki að hér verði landvarnir með sama hætti og þegar varnarliðsins naut við, heldur að tryggja reglubundna nærveru herafla annarra NATO-ríkja. Að hér myndist ekki öryggistómarúm, heldur sé sýnt fram á að NATO hafi áfram áhuga á Íslandi og Norður-Atlantshafinu og að herir aðildarríkjanna séu hér hagvanir og við öllu búnir. Unnið var ötullega að því að bregðast við brotthvarfi varnarliðsins í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og síðar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Kannski furða einhverjir sig á að núverandi ríkisstjórn, með Vinstri græna innanborðs, standi að gerð samkomulags eins og nú hefur verið gert við Kanada. Það þarf þó ekki að koma á óvart. Fyrirrennari VG, Alþýðubandalagið, lét sig hafa það að hér væri varnarlið og Ísland í NATO, þegar flokkurinn sat í ríkisstjórn. Alþýðubandalagið vildi ekki tefla áhrifum sínum á landsstjórnina í tvísýnu með því að gera varnarmálin að frágangssök. VG sýnir augljóslega sama raunsæi. Það er reyndar ögn skondið að VG skuli hafa hamazt gegn áformum fyrirtækis, sem vill gera út vopnlausar herflugvélar frá Keflavík, en leggi blessun sína yfir aukið samstarf á sviði alvöru heræfinga. En það sýnir samt að flokkurinn getur axlað ábyrgð þegar um alvörumál eins og varnir og öryggi landsins er að ræða.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun