Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma gudsteinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 05:00 Hin 28 ára gamla Anna Chapman er sögð hafa hlotið langa þjálfun í njósnastarfsemi á vegum Rússa. Fréttablaðið/AP Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast." Erlent Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast."
Erlent Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira